Úrslit í undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hjá 7. bekk.

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 7. bekk æft stíft fyrir Stóru upplestrarkeppnina.  Undirbúningur hefur staðið yfir frá því á Degi íslenskrar tungu í nóvember sl.   Nemendur og kennarar hafa staðið sig einstaklega vel og lagt mikinn metnað í undirbúninginn eins og sýndi sig í dag.

Þau sem keppa fyrir hönd skólans á lokakeppninni 12. mars á Stokkseyri eru:

Anna Margrét Guðmundsdóttir

Gabríel Árni V. Inguson

Jón Karl Sigurðsson

Pálmar Arnarson  er til vara

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og alls hins besta í lokakeppninni.

DSC01559