Sagan

 

Sunnulækjarskóli var settur í fyrsta sinn 23. ágúst 2004. Skólinn þjónar ört stækkandi hverfi í suðurhluta Selfoss og mun í endanlegri mynd verða heildstæður grunnskóli. Veturinn 2009-10 verða 1. – 9. bekkur við skólann og fjöldi nemenda um 450.

Með skólasetningu 2004 var 1. áfangi skólahúsnæðisins tekinn í notkun og 2. áfangi var síðan tekinn í notkun haustið 2007. Húsið teiknuðu Hilmar Þór Björnsson, Finnur Björgvinsson og Sigríður Ólafsdóttir. Elísabet Jóhannsdóttir gaf skólanum nafn, en efnt var til opinnar samkeppni um að nefna hinn nýja skóla á vordögum 2004.

Hugmyndavinnan á bak við skólann var byggð á svokölluðu „design down“ ferli, þar sem einstaklingar af ýmsum sviðum samfélagsins mynduðu samstarfshóp sem vann að undirbúningi skólabyggingarinnar. 

Umsjón með vinnu samstarfshópsins hafði Auður B. Kristinsdóttir, ráðgjafi.