Tónlistaruppeldi í 2. bekk


Nemendur í 2. bekk í Sunnulækjarskóla hafa verið í tónlistaruppeldi hjá Glúmi Gylfasyni í hverri viku í vetur.

Í tónlistaruppeldinu fást börnin við æfingar sem efla einbeitingu og athygli, taktskyn, tónheyrn, og raddbeitingu og læra öll skref dúrtónstigans eftir sol-fa kerfinu. Þau æfast í að stökkva tónbilin, litla og stóra þríund, ferund og fimmund, – allt á nöfnum sol/fa kerfisins (do, re, fa mí , so, la tí)

Síðast liðinn miðvikudag héldu þau tónleika fyrir foreldra sína í Fjallasal Sunnulækjarskóla.
Góð mæting var á tónleikana og nutu allir stundarinnar.