Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk var haldin í Vallaskóla í gær og var hin hátíðlegasta að vanda. Áður en sjálf keppnin hófst flutti Gunnar Helgason rithöfundur keppendum og gestum skemmtilegt ávarp og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga voru flutt.

15 nemendur úr Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólanum í Hveragerði, Grunnskólanum í Þorlákshöfn, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla tóku þátt í keppninni og stóðu þau sig afar vel öll sem eitt.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og hafnaði Eva Katrín Danielsdóttir Cassidy nemandi í Sunnulækjarskóla í 3. sæti. Álfrún Diljá Kristínardóttir úr Vallaskóla í 2. sæti og Guðjón Árnason úr Vallaskóla í 1. sæti.
Við óskum þeim öllum til hamingju.