Stóra upplestarkeppnin 2013

Lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar á svæði 1 á Suðurlandi verður haldin í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars kl. 14:00.  Keppendur frá grunnskólum Árborgar, Hveragerði og Þorlákshöfn tilheyra því svæði og mun Sunnulækjarskóli senda þrjá keppendur til leiks.

Í dag var undankeppni í Sunnulækjarskóla þar sem átta keppendur úr forkeppni sem haldin var í hvorum 7. bekk skólans öttu kappi.  Dómnefnd hefur nú valið þrjá fulltrúa úr þeim hópi til að keppa fyrir hönd Sunnulækjarskóla í lokakeppninni á fimmtudag.

Fulltrúar Sunnulækjarskóla eru Brynhildur Ágústsdóttir, Inga Júlía Pétursdóttir og Pétur Már Sigurðsson.  Allir sem komið hafa að undirbúningi hátíðarinnar hafa staðið sig með prýði og væntum við mikils af okkar fulltrúum.

Á meðfylgjandi mynd eru fulltrúar Sunnulækjarskóla ásamt umsjónarkennurum sínum Álfheiði Tryggvadóttur og Ragnheiði Gísladóttur.