Söngkeppni Samfés

Tekið úr frétt frá Zelsiuz.is

Söngkeppni Samfés var haldin í Laugardalshöllinni 25.mars síðastliðinn. 31 félagsmiðstöð af öllu landinu tóku þátt og hefur hún sjaldan verið jafn glæsileg. Karen Hekla Grønli, Hlynur Héðinsson, Arnór Bjarki Eyþórsson, Veigar Atli Magnússon, Íbera Sophie Marie Dupont og Katrín Birna Sigurðardóttir, allt nemendur Sunnulækjarskóla tóku þátt fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuzar. Þau voru búin að leggja mikla vinnu í atriðið sitt og fengu verðlaun fyrir besta flutning dagsins með laginu Lost boy. Að sögn dómnefndarinnar leið þeim eins og þau væru mætt á tónleika hjá stórhljómsveit erlendis.

Stórglæsilegir krakkar sem stóðu sig frábærlega.