Smákökumaraþon

Nemendur í 8. og 9. bekk Sunnulækjarskóla vildu láta gott af sér leiða nú fyrir jólin. Þau ákváðu því að hittast í skólanum á föstudagskvöldið og baka piparkökur til að gleðja aðra.

Nemendur í 8. og 9. bekk Sunnulækjarskóla vildu láta gott af sér leiða nú fyrir jólin. Þau ákváðu því að hittast í skólanum á föstudagskvöldið og baka piparkökur til að gleðja aðra. Um 60 unglingar tóku þátt og bökuðu frá kl. 18.00  til miðnættis. Bakaðar voru 3 sortir, piparkökur, súkkulaðibitakökur og vanilluhringir alls um 35 kg af smákökum.
Nemendurnir færðu síðan íbúum og dvalargestum í Grænumörk og Vinaminni afraksturinn auk þess sem félagsþjónusta Árborgar og kirkjan fengu nokkurt magn til að gleðja aðra að eigin vali.

Við vonum að smákökunum fylgi sannur jólaandi til sem allra flestra.