Ytra mat

Á vorönn 2011 lét mennta- og menningarmálaráðuneytið gera úttekt á starfsemi Sunnulækjarskóla. Markmið úttektarinnar er að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá.

Úttektin er gerð á grundvelli 38. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla. Lagt var mat á

stjórnun, skipulag kennslu, innra mat, námskröfur og fyrirkomulag námsmats. Niðurstöður skólans á

samræmdum könnunarprófum voru skoðaðar svo og hvernig skólinn nýtir þær. Úttektin beindist

jafnframt að mati á og eftirliti sveitarfélagsins með skólastarfinu og hvernig það nýtist skólanum.

 

Úttektina framkvæmdi ráðgajafafyrirtækið Attentus – mannauður og ráðgjöf.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur nú gefði út matsskýrslu sem lesa má með því að smella á tenginguna hér að neðan.

Úttekt á starfsemi

Sunnulækjarskóla á Selfossi 

Unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2011