Uppeldi til ábyrgðar

þarfir

 

Höfundur uppbyggingarstefnunnar er

Diane Gossen.

Uppbyggingarstefnan er aðferð til að ýta undir jákvæð samskipti. Hún byggir á að ná samstöðu um lífsgildi og fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum.

Uppbyggingarstefnan miðar að því að kenna börnum og unglingum sjálfstjórn og sjálfsaga.

Í uppbyggingarstefnunni er gengið út frá því að eina manneskjan sem við getum stjórnað séum við sjálf, spurningin er því: Hvernig manneskjur viljum við vera?

Börnin læra af eigin gjörðum og að bæta fyrir   mistök sín í samskiptum með því að finna lausn til úrbóta.

Mitt og þitt hlutverk

Nemendur, kennarar og annað starfsfólk vinna að því að skilgreina hlutverk sín svo auðveldara sé að fara eftir þeim.

Til þess að einstaklingur geti sinnt hlutverkum sínum þarf hann að þekkja þau.

 

Stutt inngrip til að nota í uppbyggilegum samskiptum

 Ef upp kemur vandamál getum við, foreldrar eða kennarar spurt barnið eftirfarandi spurninga:

  1. Geturðu leyst vandamálið sjálf/ur?
  2. Getur þú leitað til einhvers sem hefur leyst svipað vandamál?
  3. Á ég að koma með hugmynd að lausn fyrir þig?
  4. Viltu að ég segi þér hvað þú átt að gera?
  5. Ert þú að sinna þínu hlutverki?

Við einbeitum okkur að því að fara frá vandamálinu að lausninni eins fljótt og auðið er.

 

Sáttmálar

Allir hópar í Sunnulækjarskóla gera sinn sáttmála. Þar velja nemendur lífsgildi sem einkenna starfið í hverjum hópi.

Hver er ég? Hvernig manneskja vil ég vera? Hvernig hópur viljum við vera? Hvað er mikilvægast í skólastarfinu/lífinu?

Gildi skólans eru:

GLEÐI        VINÁTTA     FRELSI

       11304349_10153045254424818_363821954_n                                   11303738_10153045254694818_608744967_n      11281719_10153045254539818_495536695_n                 11328840_10153045254474818_45269743_n

Þarfahringurinn

Uppbyggingarstefnan er lífsgildismiðuð, þ.e. unnið er með ákveðin lífsgildi sem eiga sér stoð í ákv. þörfum sem við öll höfum, þeim reynum við að mæta, hvert og eitt okkar með þeim aðferðum sem við best kunnum.

Grunnþarfirnar eru fimm. Til að vera lífsglöð, hamingjusöm og andlega heil þurfum við reglulega að uppfylla þessar meðfæddu þarfir fyrir: Ást og umhyggju (hjartað), áhrifavald og stjórnun (stjarnan), frelsi og sjálfstæði (fiðrildi), gleði og ánægju (blaðra) og öryggi og lífsafkomu (húsið).

Hegðun okkar ræðst af því hvaða þörfum við viljum mæta. Stundum veljum við ranga leið og brjótum þá á þörfum annarra. Uppbyggingarstefnan hjálpar okkur til að finna rétta leið.

Helstu einkenni mismunandi þarfa:

  • Umhyggja: fjölskylda og vinir mikilvægir, félagsvera og vill tilheyra hópi.
  • Gleði: jákvæðni, hjálpsemi, vill hafa gaman og elskar leiki.
  • Áhrif/stjórn: sjálfstraust, gott skipulag,   sjálfsagi, þolir illa að gera mistök.
  • Frelsi: mikil hreyfiþörf, listrænir hæfileikar, sveigjanleiki og vill hafa val.

Fróðleikur:

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun

Heimasíða stofnunar Diane Gossen – Restitution

Heimasíða Alfie Kohn.