Námsmat

Reglubundið námsmat og einstaklingsbundin skráning á námsframvindu er mjög mikilvæg. Fjölbreytilegar námsmatsaðferðir eru notaðar til að gefa betri mynd af stöðu hvers nemanda.

Á meðal þeirra aðferða sem notaðar eru má nefna ferilmöppur, kannanir, nemendaviðtöl, sjálfsmat, símat o.s.frv.

Tvær námsannir eru á hverjum vetri og tveir foreldradagar í nóvember og febrúar. Um miðjan janúar verður námsmati haustannar svo lokið og þá munu upplýsingar um námslega stöðu allra nemenda verða birtar á vef Mentor þar sem foreldrar geta skoðað niðurstöðu einstakra prófa og matsverkefna.  Í framhaldi af því munu kennarar verða til viðtals á viðtalstímum fyrir þá sem þess óska, til að ræða það sem sérstakalega þarf að skoða.

Enn fremur þreyta nemendur í 4. bekk og 7. bekk samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði þ.e. 17.-18. september.

Nánar útskýringar á námsmati verkgreina í 4. – 7. bekk má sjá hér að neðan:

4. bekkur

5. – 7. bekkur

Útikennsla námsmat