Skólanámskrá

Skólanámskrá Sunnulækjarskóla skilgreinir og lýsir því hvernig starfsemi skólans fer fram.  Skólanámaskráin er í tveimur megin hlutum.  Annars vegar er skólahandbókin sem er ætlað það hlutverk að geyma almenna lýsingu á starfsemi skólans, birta upplýsingar um fyrirkomulag, starfsferla og annað sem lýtur að því hvernig staðið er að verki í skólanum.

Hins vegar eru námsvísarnir sem eru lýsingar á því hvernig nám og kennsla fer fram. Þar eru markmið einstakra greina birt og því lýst hvernig staðið er að verki við nám og kennslu í skólanum, hvernig námsmati er háttað, hvaða námsefni er notað og annað sem lýtur að starfinu í kennslustundum.