Reglur um mætingar

Reglur í 8. – 10. bekk
1. Nemendur í unglingadeild byrja með skólasóknareinkunnina 10 við upphaf hverrar annar og engar skráningar í Mentor (fyrir utan skráningar í dagbók).
2. Á tveggja vikna fresti birta umsjónarkennarar nemendum sínum stöðu þeirra þannig að hver og einn geti nákvæmlega fylgst með skólasóknareinkunn sinni og skráningarstöðu.
3.  Á viku fresti er foreldrum sent yfirlit um ástundun og hegðun nemenda.
4. Allir nemendur geta sótt um hækkun skólasóknareinkunnar einu sinni á önn. Skólasóknareinkunn hækkar um 0,5 fyrir hverja viku sem skólasókn er óaðfinnanleg.
5. Þeir nemendur sem sækja um hækkun gera það skriflega hjá umsjónarkennara sínum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum.
6. Ávallt skal unnið í anda uppbyggingarstefnunnar með það í huga að bæta hegðun nemanda, ábyrgð og áhuga á menntun og miða að því að styrkja sjálfsmynd hans.

Samning til hækkunar einkunnar má nálgast hér