Persónuleg ráðgjöf

Persónuleg ráðgjöf felst í að veita nemendum og forráðamönnum ýmiskonar aðstoð og stuðning svo nemendur nái settu marki í námi sínu og skólagangan nýtist sem best.

Persónuleg vandamál geta haft þau áhrif á nemandann að þau hamli honum í námi. Þau geta verið af ýmsum toga, svo sem námsleg, félagsleg og/eða tengd líðan og samskiptum. Aðstoð náms- og starfsráðgjafa miðar að því að hjálpa nemendum að leita lausna.

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn þagnarskyldu um einkamál nemenda