Hlutverk námsráðgjafa

Náms- og starfsráðgjöf í Sunnulækjarskóla veturinn 2019-2020

Námsráðgjafi er Jóhanna Einarsdóttir (johannae@sunnulaekjarskoli.is)

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.

  • Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.
  • Aðstoð náms- og starfsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi og auðveldi ákvörðun um nám og starf að loknum grunnskóla.

  Aðstoð náms- og starfsráðgjafa flest meðal annars í:

  • viðtölum
  • upplýsingagjöf og upplýsingaöflun um skóla, nám, störf og atvinnulíf
  • könnun á áhugasviðum, gildismati, hæfileikum og fleira
  • kenna leikni við ákvarðanatöku

Nemendur og/eða forráðamenn geta bókað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa með því að koma við, hringja eða senda tölvupóst. Einnig geta kennarar/starfsfólk skólans aðstoðað nemendur við að bóka viðtal.