Einelti

Eineltisyfirlýsing Sunnulækjarskóla

 Nemendur og starfsmenn í Sunnulækjarskóla eru sammála um að einelti megi ekki eiga sér stað í okkar hópi.

Við erum sammála um að komi það fyrir munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva það strax og koma í veg fyrir að það geti endurtekið sig.

Einelti:

  • er endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einum.
  • getur falið í sér misbeitingu á valdi þar sem gerandinn beitir hótunum og vill ráða yfir þolandanum.
  • getur falið í sér kerfisbundið afskiptaleysi gagnvart einstaklingi.

Einelti getur verið:

  • Líkamlegt:     barsmíðar, spörk, hrindingar, skemmdarverk
  • Munnlegt:      uppnefni, niðrandi athugasemdir, endurtekin stríðni
  • Skriflegt:       bréfasendingar, rafræn skeyti s.s. sms eða tölvupóstur og veflægt, s.s blogg eða samskiptasíður
  • Óbeint:          neikvæð líkamstjáning, baktal, útskúfun eða útilokun úr félagahópi

 

Tilkynna einelti                                 Aðgerðaráætlun Sunnulækjarskóla