ART

ART stendur fyrir Aggression Replacement Training. Það er viðurkennt meðferðar– og þjálfunarkerfi. ART er hannað til að hjálpa börnum og ungmennum að ná tökum á færni í félagslegum samskiptum, reiðistjórnun og efla siðferðisþroska. ART þjálfun fer oftast fram í litlum hópum þar sem unnið er með einn þátt í hvert skipti, einnig hefur ART í Sunnulækjarskóla verið tekið fyrir í heilum bekkjum og einstaklingslega.

Í hverri viku er fjallað um þrjá færniþætti :

Félagsfærni

Reiðistjórnun/Sjálfstjórn

Siðferðisþroska

ART er færniþjálfun sem hjálpar til við að læra samskipti

á þann hátt sem virkar fyrir alla.

Rannsóknir sýna að með því að vinna markvisst og samhliða með  félagsþroskann, sjálfstjórnina og siðferðisþroskann er hægt að kenna börnum og fullorðnum að temja sér reiðilaus samskipti.

Frekari upplýsingar um ART á Suðurlandi má finna hér.