Starfshættir

Samvera:


Dagurinn byrjar á samveru þar sem nemendur ræða það sem þeim liggur á hjarta og /eða farið er í fyrirfram ákveðin umræðuefni.

Áætlun:

Nemendur vinna eftir áætlun í íslensku og stærðfræði í samræmi við námsmarkmið sem gerð eru fyrir hvern og einn.

Lífsleikni:

Unnið með ýmsar athafnir daglegs lífs s.s. peningaþjálfun, ensku, upplýsingatækni, kynfræðslu og samskiptaþjálfun.

SAM:

Unnið er með samfélags– og náttúrufræði í gegnum þemavinnu.

Íþróttir og sund:

Markviss hreyfiþjálfun er samþætt í skólastarfið auk hóptíma í íþróttum og sundi.

Listgreinar:

Um er að ræða hóptíma í listgreinastofum skólans og einnig er margvísleg sköpun notuð sem leið í bóklegu námi.