Hlutverk

Sérdeildin veitir nemendum sérkennslu, þroskaþjálfun, sérhæft námsumhverfi og stuðning inn í bekk.

Nemendur koma víðsvegar að af Suðurlandi og stunda nám í sínum heimaskóla samhliða námi í Sérdeild. Kennarar og þroskaþjálfar sérdeildar veita ráðgjöf til kennara og starfsmanna í heimaskóla nemenda.

Einstaklingsnámskrá er gerð fyrir nemendur sérdeildar í upphafi skólaárs. Er hún gerð í samvinnu við foreldra og kennara í heimaskóla. Reglulegt símat fer fram í deildinni og í heimaskóla með skráningu á sameiginlega markmiðalista. Skrifleg umsögn um stöðu nemenda er tekin saman við annaskil og kynnt á sameiginlegum foreldrafundi. Samskiptabækur eru notaðar daglega við heimilin og þær þjónustustofnanir sem nemendur tengjast.