Setrið

 

Setrið, sérdeild Suðurlands er deild í Sunnulækjarskóla á Selfossi.

Deildarstjóri sérdeildar ber ábyrgð á faglegu skólastarfi hennar. Sérdeildin er rekin af Sveitarfélaginu Árborg samkvæmt samningi við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS).

Setrið, sérdeild Suðurlands er deild í Sunnulækjarskóla á Selfossi. Deildarstjóri sérdeildar ber ábyrgð á faglegu skólastarfi hennar. Sérdeildin er rekin af Sveitarfélaginu Árborg samkvæmt samningi við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS).

 

Sveitarfélög á Suðurlandi geta sótt um skólavist fyrir nemendur með fötlun sem þurfa sérhæfða þjálfun og kennslu samhliða námi í heimaskóla.

Fagráð sérdeildar fjallar um umsóknir, annast innritun og hefur eftirlit með innra starfi.

Árlegur starfstími sérdeildar fylgir skóladagatali Sunnulækjarskóla. Áhersla er lögð á að samræma foreldraviðtalsdaga í takt við skóladagatal heimaskóla.

Vefsíða Setursins í Sunnulækjarskóla er hér!