Setninga landsátaks í eldvörnum

Í dag var mikið um að vera í Sunnulækjarskóla því skólinn var beðinn um að vera vettvangur setningar landsátaks í eldvörnum þetta skólaár.

Á setningunni gladdi sönghópur úr 5. og 6. bekk gesti með ljúfum söng og Stefán Pétursson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna flutti ávarp.

Að því loknu fengu nemendur í 3. bekk fræðslu um eldvarnir og að henni lokinni var rýming skólans æfð. Ekki liðu nema níu mínútur frá því að brunabjallan gall þar til búið var að rýma skólann og taka manntal allra, bæði nemenda og starfsmanna á skólalóð.

Að rýmingaræfingunni lokinn fengu starfsmenn skólans svo að spreyta sig á að slökkva eld með handslökkvitækjum.