Ólympíuhlaup ÍSÍ – viðurkenning

Ólympíuhlaup ÍSÍ (Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands) var formlega sett þann 8. september sl. Tilgangur hlaupsins er að hvetja nemendur í grunnskólum landsins til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Nemendur gátu valið um þrjár vegalengdir; 2,5 km., 5 km. og 10 km.

Allir skólar sem tóku þátt fengu viðurkenningu þar sem fram kom heildarfjöldi kílómetra sem nemendur lögðu að baki og hversu margir skólar voru með. Þátttakan var mjög góð, alls skráðu 76 skólar sig til leiks.

Eins og undanfarin ár voru 3 skólar sem lokið höfðu hlaupinu og skilað inn upplýsingum til ÍSÍ dregnir út og var Sunnulækjarskóli einn af þeim. Hinir skólarnir voru Grunnskóli Snæfellsbæjar og Foldaskóli í Reykjavík.

Viðurkenningin var 100.000 kr. gjafakort hjá  íþróttavöruversluninni Altis í Hafnarfirði.

Fyrir andvirðið verða keypt áhöld til íþróttakennslu.