LOGOS lestrarskimun í 3., 6. og 9. bekk

LOGOS er greiningarpróf sem er notað til að greina lestrarerfiðleika hjá börnum.  Skimun með LOGOS prófinu fer fram hjá öllum nemendum í 3. 6. og 9. bekk.  Í kjölfar skimunar er nemendum boðið upp á lestrarnámskeið í skólanum og í lestrarátak í samstarfi við heimilin.

3.bekkur er á fullu að vinna í sínu lestrarátaki og hefur 9.bekkur nýlokið sínu lestrarnámskeiði með ágætis árangri.  Þá hefur 6.bekkur einnig lokið sínu lestrarnámskeiði.

Nemendur í 6.bekk fengu mikla lestrarþjálfun í skólanum og lestrarpakka heim.  Nemendur  og foreldrar stóðu sig frábærlega og lögðu sig alla fram í þessu átaki, sem er mjög mikilvægt til að vel takist til.  Að loknu 8 vikna lestrarátaki í 6.bekk var skimunin lögð fyrir aftur.

Niðurstöðurnar voru frábærar.  Allir nemendur sem tóku þátt í átakinu bættu sig í lestri.

mynd mynd02