Heimsókn frá vinaþjóðum

Í morgun fengu nemendur í 1., 2., 5. og 6. bekk heimsóknir frá vinaþjóðum okkar í austri og vestri, Færeyjum og Grænlandi.

Frá Færeyjum komu tónlistamennirnir Dánjal á Neystabö og  Búi Dam, og fluttu söngleikinn Ævintýraferðinafyrir 1. og 2. bekk.

Frá Grænlandi kom fjöllistamaðurinn Miki Jacobsen. Hann sýndi 5. og 6. bekk myndir, spilaði tónlist og sýndi grænlenska andlitsmálun og dans.  Að lokum fengu nemendur að mála sig og dansa að hætti Inuita.

Heimsóknirnar eru samvinnuverkefni milli Norrænu húsanna í Færeyjum og á Íslandi, auk norrænu stofnunarinnar í Nuuk á Grænlandi.