Góður árangur í Stóru upplestrarkeppninni

Nemendur Sunnulækjarskóla hafa staðið sig afar vel í undirbúningi og undankeppnum Stóru upplestrarkeppninnar.  Í síðustu viku kepptu nemendur 7. bekkjar um sæti í keppnisliði Sunnulækjarskóla í lokakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn sl. þriðjudag, 13. mars.  Í keppnislið skólans völdust Axel Ýmir Grönli, Hera Lind Gunnarsdóttir, Hildur Maja Guðmundsdóttir og Hugrún Tinna Róbertsdóttir.

Að lokinni afar spennandi lokakeppni kom í ljós að lið Sunnulækjarskóla hlaut bæði fyrsta og annað sæti því Hugrún Tinna Róbertsdóttir sigraði keppnina og Hildur Maja Guðmundsdóttir varð í öðru sæti.  Ingunn Guðnadóttir nemandi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hreppti þriðja sætið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hildi Maju, Hugrúnu Tinnu og Ingunni.