Góður árangur í skólahreysti

Fimmtudaginn 22. mars keppti Sunnulækjarskóli í Suðurlandsriðli Skólahreysti. Krakkarnir stóðu sig með sóma og höfnuðu í öðru sæti, sem er besti árangur sem Sunnulækjarskóli hefur náð í keppninni til þessa.

Í liðinu í ár voru Bjarki Birgisson sem keppti í upphífingum og dýfum.  Sólrún María Jóhannsdóttir sem keppti í armbeygjum og hreystigreip, Jónas Grétarsson sem keppti í hraðabraut og Evelyn Þóra Jósefsdóttir sem keppti einnig í hraðabraut. Varamenn voru Hrafnhildur Ósk Gunnarsdóttir, Klara Ósk Sigurðardóttir og Bjarki Breiðfjörð Björnsson. Í vetur var Skólahreysti val í skólanum og því eru nemendur búnir að vera að undirbúa sig fyrir keppnina í allan vetur.

Við óskum krökkunum til hamingju með þennan flotta árangur.