Góðgerðardagar í Sunnulækjarskóla

Í morgun hófust góðagerðardagar í Sunnulækjarskóla.

Á góðgerðardögum framleiða nemendur margs konar varning sem síðan verður seldur síðasta dag góðgerðadaganna, fimmtudaginn 14. desember.  Þá opna nemendur sölubása í íþróttahúsi skólans og selja varninginn öllum sem okkur vilja heimsækja. Í Fjallasal verður kaffihús með lifandi tónalist og jólalegri stemmingu þar sem gestum gefst kostur á að tylla sér niður og kaupa veitingar.

Að þessu sinni rennur allur ágóði af góðgerardögum til Krabbameinsfélags Árnessýslu.

Opið er á sölubásum og í kaffihúsi frá kl. 10:00 – 12:30 fimmtudaginn 14. desember.