Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stóð fyrir fræðslufundi um netnotkun

 

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla stóð fyrir fræðslufundi um netnotkun undir yfirskriftinni: ÓGNANIR OG TÆKIFÆRI INTERNETSINS HJÁ BÖRNUM OG UNGLINGUM

Um 60 manns mættu á fundinn sem haldinn var í Fjallasal Sunnulækjarskóla s.l. þriðjudagskvöld.  Fyrirlesari var Hafþór Birgisson, tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar.  Hafþór hefur farið víða um land og haldið marga fyrirlestra um efnið.

Í fyrirlestrinum fór Hafþór yfir ýmsar staðreyndir sem tengjast netnotkun og tölvuleikjum og benti á ýmislegt sem vert er að hafa í huga hvað þessi mál varðar.  Í fyrirlestrinum vísaði Hafþór í mömmuglósur sem eru minnispunktar um margt af því sem fram kom í fyrirlestrinum.  Hér að neðan er nú hægt að nálgast þessar mömmuglósur og einnig reglur sem Hafþór deilir með okkur og býður þeim að nota sem þær vilja nýta.

Mömmuglósur

Reglur