Heimsókn á skrifstofu stéttarfélaganna

Fyrr í þessum mánuði fóru nemendur í 10. bekk Sunnulækjarskóla í þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Þau kynntu sér þjónustu stéttarfélaganna og fengu gagnlegar upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Eftir að kynningu lauk var boðið upp á pizzu og gos. Nemendum fannst margt merkilegt í heimsókninni og stéttarfélögunum þótti bæði fengur og mikil ánægja af heimsókn unga fólksins þar sem að þau eru að fara inn á vinnumarkaðinn og því nauðsynlegt að þau þekki réttindi sín og skyldur.

heimsokn-2 heimsokn-4 heimsokn-1