Sunnulækjarskóli Selfossi

Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla

Ólympíuhlaupið í Sunnulækjarskóla

Miðvikudaginn 16. september hlupu nemendur Sunnulækjarskóla Ólympíuhlaupið (áður Norræna Skólahlaupið). Hringurinn sem var farinn er 2,5 km og gátu nemendur valið um 1-4 hringi. Nemendur réðu sinni vegalengd og hraða, fyrst og fremst var lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir tækju þátt. Það var góð stemning í hlaupinu og mikill metnaður hjá nemendum. Það voru 67 nemendur í skólanum sem hlupu 10 km. Alls hlupu nemendur í Sunnulækjarskóla 2.607,5 km, virkilega vel af sér vikið.

 

Ólympíuhlaupið

Ólympíuhlaupið

Miðvikudaginn 16. september 2020

Yngsta stigið byrjar hlaupið kl. 8:30, síðan tekur miðdeildin við kl. 10:00 og elsta deildin tekur lokasprettinn kl. 11:00.

Starfsmenn úr íþróttateymi mun hjóla á undan fyrstu hlaupurunum og jafnfram á eftir þeim síðustu til að láta fólk vita þegar hlaupið er búið.

Þegar nemendur ljúka hlaupi taka starfsmenn á móti þeim í Fjallasal og verða með verkefni fyrir þau.

Nánari upplýsingar eru í viðhenginu.

Ólympíuhlaup

Grasagrafík í sjónlistum

Grasagrafík í sjónlistum

Nemendur í sjónlistasmiðju í 5. bekk fengu skemmtilega heimsókn í morgun (mánudag). Það var listamaðurinn Viktor Pétur Hannesson. Hann hefur þróað tækni sem hann kallar Grasagrafík og fengu nemendur kynningu á henni og gerðu sýn eigin myndverk.

Nemendur höfðu áður farið út og fundið villigróður, svo sem Njóla, Fífla, laufblöð og ber sem var síðan notað við gerð grafík mynda.

Viktor keyrir á milli skóla í Ánessýslu í samvinnu við Listasafn Árnesinga og myndmenntakennara í grunnskólum sýslunnar.

Nemendur voru einstaklega áhugasamir og vinnusamir. Unnið verður með samkonar þema áfram í vetur í sjónlistum í 5. bekk. 

 

Skákkennsla grunnskólabarna

Skákkennsla grunnskólabarna

Sunudaginn 20. sept. nk. kl. 11:00 hefst skáknámsskeið fyrir grunnskólabörn í Fischersetri.  Námsskeiðið er haldið í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg, Skákskóla Íslands og Skákfélag Selfoss og nágrennis. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands hefur yfirumsjón með kennslunni. Þetta verða 10 skipti eða einu sinni í viku og þá á sunnudögum frá 11:00 – 12:30 og kostar allt námsskeiðið 5000 kr.  Varðandi frekari upplýsingar þá vinsamlegast hringið í síma 894-1275 eða sendið tölvupóst á  netfangið fischersetur@gmail.com

Sjá allar fréttir