Vinadagar í Sunnulækjarskóla

Sérstakir vinadagar eru í Sunnulækjarskóla á hverju ári og hefjast þeir yfirleitt í byrjun desember.  Þá eru mynduð vinatengsl milli eldri og yngri nemenda skólans.

Í dag fóru nemendur í 6. bekk í heimsókn til vina sinna í 1. bekk og aðstoðuðu þau við námið. 
Vinatengslin sem mynduð eru með þessum hætti er svo nýtt við ýmis tækifæri.  Til dæmis sækja eldri nemendur vini sína þegar haldnar eru söngstundir í Fjallasal og einnig fylgja eldri nemendur yngri vinum sínum þegar við göngum í kringum jólatréð á jólaskemmtun skólans.