Uppskeruhátíð og markaður

8. bekkur í Sunnulækjarskóla efndi til götumarkaðar og myndlistasýningar þann 17. maí .

Í tilefni markaðarins voru nemendur einnig með opið kaffihús.

Í vetur hafa nemendur unnið að nýsköpunarverkefni í textíl og smíði þar sem þeir kynnast ferlinu frá hugmynd að framleiðslu vöru.
Verkefninu lauk síðan með uppskeruhátíð þar sem vörurnar voru boðnar til sölu. Markaðurinn tókst einstaklega vel og vakti mikla ánægju nemenda, foreldra og annarra gesta.