Uppskeruhátíð – markaður hjá 8.bekk

Í vetur hafa krakkarnir í 8 bekk unnið að verkefninu “Markaðurinn”, samvinnuverkefni  í textíl og smíði, þar sem nemendur kynnast ferlinu frá hugmynd að framleiðslu vöru.

Krakkarnir  hafa unnið hörðum höndum að framleiðslunni í sínu fyrirtæki og svo var afraksturinn boðinn til sölu á markaði í skólanum.

Einnig settu krakkarnir upp kaffihús og seldu kaffi, djús og ljúffengar vöfflur.