Tónleikaferð 5. bekkjar

í síðustu viku fóru tveir tónlistarhópar úr 5. bekk í tónleikaferð um skólann. Í ferðinni sungu þau afrísk og íslensk lög fyrir nemendur og starfsfólk og höfðu með sér djembétrommur og hristur.  Kennarinn sá um gítarundirleik.

Nemendum og starfsfólki þótti uppátækið afar skemmtilegt og vandi var að sjá hvorir höfðu meira gaman af, flytjendur eða  hlustendur.