Þorrasöngstund

Í morgun hófu nemendur Sunnulækjarskóla daginn með söngstund í tilefni Þorra.  Söngurinn var kraftmikill og sungið af innlifun.  Hópurinn, sem var að stórum hluta klæddur íslenskum lopapeysum, tók sig vel út í tröllatröppunum og var í góðu samræmi við Þorrann sjálfan.  Í lokin var þó sungið eitt ástarljóð úr íslensku Eurovision söngvakeppni síðastliðins árs og létu börnin ekki heldur sitt eftir liggja við það tækifæri.