Sunnulækjarskóli í jólafötin

Í dag var skreytingadagur í Sunnulækjarskóla.  Dagurinn hófst með sameiginlegri söngstund í Fjallasal en síðan gengu nemendur til þess verks að búa skólann í jólabúning. 

Allt jólaskrautið sem safnast hefur frá fyrri árum var dregið fram og því komið fyrir á þeim stöðum sem vera ber auk þess sem mikið var föndrað og framleitt af nýju skrauti.
Einn valkostur sem eldri nemendum bauðst var að vera yngri nemendum til aðstoðar í þeirra verkefnum.  Mjög gaman var að sjá hve vel unglingarnir sem það völdu öxluð þá ábyrgð sem því fylgdi.

Margir foreldrar sáu sér fært að koma og vera með okkur í dag og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.