Sunnulækjarskóli í 2. sæti í BEST


Krakkarnir í 9. GHG komu Sunnulækjarskóla í 2.sæti stærðfræðikeppninnar BEST í vetur.

Keppnin fólst í þrautalausnum, hópvinnu, rökfærslu, líkanagerð, skýrslu, dagbók og kynningu á verkefninu. Bekkjarverkefnið í ár snérist um orku og stærðfræði en þemað er breytilegt milli ára. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá fjóra fulltrúa bekkjarins sem sendir voru til að kynna bekkjarverkefnið og taka þátt í þrautalausnum í úrslitakeppninni. Á myndinni er einnig forsvarsmaður keppninnar, Anna Kristjánsdóttir prófessor hjá Háskóla Íslands og Adger í Noregi og Helga kennari. Til hamingju krakkar, frábær árangur. Áfram Sunnulækur!