Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Í dag tókum við svolítið forskot á aðventuna og skreyttum skólann hátt og lágt.  Við byrjuðum daginn með söngstund. 

Í söngstundum nýtum við vinatengsl eldri og yngri nemenda þannig að þeir eldri sækja þau yngri og setjast með þeim fram í Tröllatröppurnar í Fjallasal.  Sungin voru nokkur jólalög undir forsöng nemenda úr 10. og 5. bekk.  Söngstundin tókst frábærlega vel og setti stemminguna fyrir skreytingavinnu dagsins þar sem allir nemendur tóku þátt í að skreyta skólann. 

Margir foreldrar og jafnvel afar og ömmur sáu sér fært að þiggja boð um að taka þátt í deginum og erum við sérstaklega þakklát þeim.  Dagurinn tókst vel í alla staði og fóru nemendur sælir heim í helgarfrí að loknum góðum degi.