Náms- og starfsfræðsla

Náms- og starfsfræðsla er í þróun í Sunnulækjarskóla

Veturinn 2016-2017 fá nemendur í 10. bekk markvissa náms- og starfsfræðslu í lífsleiknitímum en nemendur í 8. og 9. bekk fá náms- og starfsfræðslu í stuttum lotum.

Áhersla er á námstækni, sjálfsskoðun, ákvarðanatöku, nám og störf. 

  • Nemendur vinna verkefni tengd námstækni sem miða að því að þeir finni hvaða námstækni henti þeim best og hvaða þættir hennar er mikilvægt að endurskoða.
  • Nemendur skoða áhugasvið sitt og hæfileika og hvar þeir fái best notið sín.
  • Nemendur þjálfist í að setja sér markmið og horfi til framtíðar.
  • Nemendur kynnist námi og störfum með upplýsingaöflun og heimsóknum í fyrirtæki og í framhaldsskóla.

Stuðst er m.a. við námsefnið Námstækni fyrir efstu bekki grunnskóla, Stefnan sett, Margt er um að velja, Vindrós og ýmis önnur verkefni á veraldarvefnum.