Hópráðgjöf og fræðsla

 

Hjá náms- og starfsráðgjafa eru aðgengilegar upplýsingar um nám og störf.

Náms- og starfsráðgjafi býður upp á fræðslu í stærri og smærri hópum sem vinna að einstökum verkefnum, til dæmis vegna náms- og starfsvals, námstækni, sjálfstyrkingu og samskiptavanda.  

Náms- og starfsráðgjafi byggir sjálfstyrkingarvinnu með nemendum á efni Baujunnar, Fjársjóðsleitar og Hugarfrelsis.

  • Baujan – tilfinningalegur þekkingargrunnur og þjálfun leiðir til sjálfstyrkingar. Sjálfstyrking er fólgin í því að þátttakendur læra betur á tilfinningar sínar og fá þjálfun í því að tengja þær andlegri og líkamlegri líðan. Slökunaröndun er kennd í tengslum við tilfinningavinnu.
  • Fjársjóðsleitin – byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar en með þeim aðferðum hefur náðst góður árangur í því að bæta líðan og sjálfsmynd eintaklinga. Unnið er að því að efla sjálfsþekkingu barna í gegnum verkefni og leiki þar sem horft er á styrkleika og unnið með jákvæðar hugsanir.
  • Hugarfrelsi – til að efla börn og unglinga og hjálpa þeim að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Áhersla er lögð á góða og djúpa öndun, slökun og sjálfstyrkingu.