Umsóknarferill í Sérdeild Sunnulækjarskóla

Sérdeild Sunnulækjarskóla er fyrir nemendur í 1.-10. bekk sem hafa fengið greiningu hjá viðurkenndum greiningaraðilum þar sem mat á umfangi stuðningsþarfa (SIS-C) staðfestir stuðningsþörf. Í undantekningartilvikum er hægt að heimila inntöku nemenda sem eru í greiningarferli hjá viðurkenndum greiningaraðilum og hafa ekki fengið staðfest SIS-C mat.

Nemendur sem sækja um nám við sérdeild Sunnulækjarskóla stunda fullt nám við deildina í samræmi við viðmiðunarstundaskrá og eru skráðir nemendur við Sunnulækjarskóla. Fyrir nemendur sem ekki hafa lögheimili í Árborg er umsókn um námsvist í sérdeild Sunnulækjarskóla jafngild umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags. Skal greiðsla fyrir námsvist fylgja gjaldskrá sérdeildar Sunnulækjarskóla sem endurskoðuð er árlega.

Forsjáraðilar í samvinnu við þjónustuteymi eða stuðningsteymi geta sótt um nám í sérdeild Sunnulækjarskóla fyrir börn sem uppfylla inntökuskilyrði. Tekið er við umsóknum allt skólaárið og er það hlutverk skólastjórnenda í grunnskóla nemandans að skila þeim til skólaþjónustu Árborgar í gegnum Signet transfer (sjá hlekk hér að neðan). Greiningargögn, skýrslur og þjónustuáætlun eða stuðningsáætlun nemenda skulu fylgja með umsókninni.

Umsókn

Umsóknun og greiningargögnum skal skilað í gegnum Signet transfer.
Valið er að senda á fyrirtækið Sveitarfélagið Árborg og móttökuhópinn Skólaþjónusta.
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja með sem viðhengi:

• Greiningargögn
• Niðurstöður SIS-C mats
• Einstaklingsnámskrá
• Þjónustuáætlun eða stuðningsáætlun

Skólaþjónusta sveitarfélagsins Árborgar tekur við umsóknum, metur þær og tekur afstöðu til hvort vísa eigi þeim til fagráðs sérdeildar til frekari úrvinnslu. Fagráð sérdeildar fer yfir umsóknir, metur þær og kynnir sér umsækjendur og aðstæður þeirra í viðkomandi skóla. Allar athuganir fagráðs skulu gerðar í samráði við þjónustuteymi eða stuðningsteymi og með samþykki forsjáraðila. Við mat á umsóknun er farið skv. 6. gr. reglna um innritun og útskrift nemenda úr sérdeild Sunnulækjarskóla.

Skólastjóri Sunnulækjarskóla á grundvelli tillagna fagráðs sérdeildar Sunnulækjarskóla tekur ákvörðun um samþykki eða synjun umsóknar á grundvelli fyrirliggjandi gagna og deildarstjóri sérdeildarinnar í umboði skólastjóra Sunnulækjarskóla tilkynnir forsjáraðilum um niðurstöðuna skriflega.

Reglur sérdeildar Sunnulækjarskóla má finna hér.