Nýnemar í heimsókn


Þriðjudaginn 6. apríl komu væntanlegir nýnemar í Sunnulækjarskóla í heimsókn.

Heimsóknin  er upphaf þriggja daga vorskóla þar sem væntanlegum nýnemum gefst kostur á að kynna sér Sunnulækjarskóla.

Fyrsta daginn hittu nýnemarnir sjórnendur skólans og fóru með þeim í kynnisferð um skólahúsið.  Á leið sinni kynntust þau Fjallasal, Skólabrú, bókasafni og Setri auk þess að hitta konuna sem veit allt, Guðfinnu ritara.