Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar

Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Sunnulækjarskóla fimmtudaginn 7. mars. s.l.

Tólf keppendur frá fimm skólum tóku þátt í lokakeppninni.  Það voru Grunnskólinn í Þorlákshöfn, Grunnskólinn í Hveragerði, Vallaskóli, Barnaskólinn á Eyrarbaka og Stokkseyri auk Sunnulækjarskóla sem sendu lið til keppninnar.

Allir keppendur stóðu sig frábærlega og var dómnefnd mikill vandi á höndum. 

Sigurvegari keppninnar var Pétur Már Sigurðsson, nemandi í Sunnulækjarskóla, í öðru sæti varð Sunneva Björk Birgisdóttir, nemandi í Grunnskólanum í Hveragerði og í þriðja sæti varð Brynhildur Ágústsdóttir, nemandi í Sunnulækjarskóla.

Við erum afar stolt af góðu gengi nemenda skólans og óskum vinningshöfum og fjölskyldum þeirra til hamingju með frábæran árangur.