Leynigestur í 7. bekk

Nú er lokið skemmtilegu lestrarátaki í 7.bekk sem hefur staðið yfir í 5 vikur.  Nemendur lásu heima og fengu jólakúlur til að hengja á jólatré í stofunni okkar fyrir ákveðinn fjölda blaðsíðna.  Rúsínan í pylsuendanum var lestrarhátíðin þar sem leynigesturinn, Gunnar Helgason, las upp fyrir þau úr nýútkominni bók sinni „Rangstæður í Reykjavík“ og kynnti fyrri bækur sínar.  Síðan fengu þau að spyrja hann og í lokin gaf hann eiginhandaráritanir.

Hann hrósaði krökkunum okkar fyrir kurteisi og áhugasemi.