Lausar stöður deildarstjóra fyrir næsta skólaár

Deildarstjóri við Sunnulækjarskóla

Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru lausar stöður deildarstjóra miðstigs og deildarstjóra elsta stigs. Staða deildarstjóra miðstigs er ný staða en starf deildarstjóra elsta stigs er afleysing til eins árs vegna námsleyfis.

Starfssvið
Deildarstjóri er þátttakandi í stjórnunarteymi skólans ásamt skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og öðrum deildarstjórum. Hann ber ábyrgð á skólahaldi á viðkomandi skólastigi og daglegum verkefnum því tengdu. Deildarstjóri fylgist með nýjungum á sviði kennslu og er leiðandi í faglegri umræðu.

Menntunar og hæfniskröfur

Umsækjandi þarf að hafa kennsluréttindi í grunnskóla, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Við val á umsækjanda verður tekið mið af menntun og fyrri starfsreynslu.

Í skólanum eru um 680 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymiskennslu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Störfin henta jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2018 en ráðið er í stöðurnar frá 1. ágúst 2018.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfoss.

Skólastjóri