Laus störf við skólann

Við Sunnulækjarskóla á Selfossi er laus staða kennara á elsta stigi.

Meðal kennslugreina er íslenska.

Í skólanum eru um 710 nemendur og þar er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is og í tölvupósti: birgir@sunnulaek.is

Umsóknarfrestur er til 5. nóvember. Sótt er um starfið á vef Sveitarfélagsins Árborgar, http://www.arborg.is, laus störf.

Skólastjóri

_____________________________________________________________________________

Vegna forfalla vantar stuðningsfulltrúa til starfa við Sunnulækjarskóla.

Um er að ræða tímabundna ráðningu, vegna forfalla, í 65% starf með vinnutíma frá kl. 8:00 – 13:00. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Stefnt er að ráðningu til loka yfirstandandi skólaárs (10. júní 2020).

Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við umsjónarkennara, deildastjóra og annað starfsfólk skólans. Leitað er að einstaklingum með góða samskiptahæfni og áhuga á skólastarfi. Reynsla af uppeldisstörfum er æskileg.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi kjarasamnings. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Sótt er um stöðurnar á vef Sveitarfélagsins Árborgar, http://www.arborg.is, laus störf.  Starfið er laust og unnið er úr umsóknum jafn óðum og þær berast.

Skólastjóri

_____________________________________________________________________________

Komdu að vinna með okkur!