Lausar stöður

Sunnulækjarskóli


Við Sunnulækjarskóla á Selfossi eru eftirfarandi störf laus til umsóknar

 

Umsjónarkennari

Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum.  Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Til greina kemur að ráða leiðbeinanda til starfa.

Matráður / matreiðslumaður

Reynsla af stjórnun í eldhúsi og góð samskiptahæfni eru mikilvægir eiginleikar. Æskilegt er að umsækjandi hafi menntun sem nýtist í starfi.

Aðstoðarmaður í eldhúsi

Vinnur undir stjórn matráðs. Reynsla af sambærilegum störfum æskileg.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Störfin henta jafnt konum sem körlum.

Nánari upplýsingar má fá hjá skólastjóra í síma 480-5400 og á vefsíðu skólans: http://www.sunnulaekjarskoli.is

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra, birgir@sunnulaek.is.

Umsóknarfrestur er til 17. ágúst 2017.

 

Skólastjóri