Kjördæmamót Suðurlands

Kjördæmamót Suðurlands fór fram 26. apríl í Fischersetri.  Keppt var í tveimur flokkum 1.-7. bekk og 8.-10. bekk. Í yngri flokk sigraði Þorsteinn Jakob Þorsteinsson úr 7. bekk Vallaskóla. Fannar Smári 6. bekk var í öðru sæti og Jón Þórarinn 5. bekk í þriðja sæti. Fannar og Jón eru báðir úr Sunnulækjarskóla.  Aðrir nemendur sem kepptu fyrir Sunnulækjarskóla voru: Sæþór Ingi, Arnar og Gabríel. Allir eru þeir í 5. bekk. Keppendur voru til fyrirmyndar og stóðu sig með sóma.