Innritun 6 ára barna skólaárið 2017-2018

Innritun 6 ára barna skólaárið 2017−2018 og skólahverfi í Árborg 

 

Innritun barna sem eru fædd árið 2011 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2017 fer fram 20. febrúar − 2. mars næstkomandi.

Hægt er að innrita rafrænt í viðkomandi grunnskóla og skólavistun (frístund) inni á Mín Árborg sem er á heimasíðu Árborgar www.arborg.is eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla.

Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla er að finna á www.arborg.is

Rétt er að minna á að frístundatilboð fyrir 6‒9 ára börn verða í boði á vegum Umf. Selfoss fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Þau verða kynnt nánar í vor. Upplýsingar um innritun er hægt að fá í grunnskólunum og á skrifstofu fræðslusviðs.

 


Skólahverfi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Börn sem eiga lögheimili í eftirtöldum götum og bæjum eiga vísa námsvist í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri:

Álfsstétt, Bakarísstígur, Búðarstígur, Dvergasteinar; Eyrargata, Háeyrarvegur, Háeyrarvellir, Hjalladæl, Hjallavegur, Hulduhóll, Merkisteinsvellir, Mundakot, Nesbrú, Ólafsvellir, Sólvellir Eyrab., Túngata, Þykkvaflöt, Blómsturvellir, Bæir við Stokkseyri, Eyjasel, Eyrarbraut, Hafnargata, Hásteinsvegur, Heiðarbrún, Íragerði, Sandgerði, Stjörnusteinar, Stokkseyri, stök hús, Strandgata, Tjarnarstígur.

 

Skólahverfi Sunnulækjarskóla. Börn sem eiga lögheimili við neðangreindar götur á Selfossi og í hinum gamla Sandvíkurhreppi eiga vísa námsvist í 1. – 10. bekk Sunnulækjarskóla:

Aðaltjörn, Akurhólar, Álfhólar, Álftarimi, Ástjörn, Bakkatjörn, Baugstjörn, Berghólar, Birkihólar, Dranghólar, Dverghólar, Dælengi, Erlurimi, Fagrahella, Fífutjörn, Folaldahólar, Gauksrimi, Grafhólar, Grundartjörn, Háengi, Hellishólar, Hólatjörn, Hrafnhólar, Hraunhella, Hraunhólar, Hrauntjörn, Kálfhólar, Kerhólar, Kjarrhólar, Lágengi, Lóurimi, Melhólar, Miðengi, Móhella, Nauthólar, Norðurbraut, Norðurgata, Norðurleið, Sandvíkurhreppur, Seftjörn, Sílatjörn, Smáraland, Snæland, Spóarimi, Starengi, Stekkjarland, Suðurbraut, Suðurgata, Suðurengi, Suðurleið, Tjaldhólar, Tröllhólar, Urðartjörn, Vallarland, Vörðuland, Þrastarimi.

 

Skólahverfi Vallaskóla. Börn sem eiga lögheimili við neðangreindar götur á Selfossi.

Austurmýri, Austurvegur, Álalækur, Árbakki, Ártún, Árvegur, Bankavegur, Birkigrund, Birkivellir, Bleikjulækur, Bæir innan Selfoss, Engjavegur, Eyrarlækur,  Eyravegur, Fagramýri, Fagurgerði, Fífumói, Fossheiði, Fosstún, Fossvegur, Furugrund, Grashagi, Grenigrund, Grænumörk, Grænuvellir, Heiðarvegur, Heiðmörk, Heimahagi, Hellubakki, Hjarðarholt, Hlaðvellir, Hrísholt, Hörðuvellir, Jaðar, Jórutún, Kirkjuvegur, Kjarrmói, Kringlumýri, Lambhagi, Langamýri, Laufhagi, Laxabakki, Laxalækur, Lyngheiði, Lyngmói, Lækjarbakki, Mánavegur, Merkiland, Miðtún, Rauðholt, Reynivellir, Reyrhagi, Réttarholt, Seljavegur, Sigtún, Skólavellir, Sléttuvegur, Smáratún, Sóltún, Sólvellir, Starmói, Stekkholt, Sunnuvegur, Tjarnarmói, Tryggvagata, Tunguvegur, Urðarmói, Úthagi, Vallholt, Víðivellir, Þóristún, Þórsmörk.