Upplýsingar

Frístundaheimilið Hólar við Sunnulækjaskóla hefur starfað síðan 15.febrúar 2008 og er ætluð börnum í 1.- 4.bekk. Starfsemi Frístundaheimilsins er byggð á markvissri vinnu í leik og félagsþroska. Vinnudagur barna á skólaaldri er langur og strangur, því er mikill áhersla lögð á að umhverfið sé þægilegt og börnunum líði vel.Ímyndunarafl þeirra er örvað, leikgleðinni viðhaldið og félagsandinn studdur. Rammar eru skýrir , möguleikar fjölbreyttir og hin félagslega námsskrá einstaklingsmiðuð. Á Hólum gilda reglur skólans.

Umsjónarmaður Hóla er María Guðrún Arnardóttir

Frístundaheimilið Hólar, Sunnulækjarskóla

Norðurhólar 1, 800 Selfoss

Sími: 480 – 5450/894-5450

Netfang: skolavistun@sunnulaekjarskoli.is