Heimsókn í Ljósafossstöð og Írafossvirkjun

Þriðjudaginn 4. apríl fórum við í 8.bekk í heimsókn í Ljósafossstöð til að skoða sýninguna Hrein orka og svo kíktum við í Írafossvirkjun og fengum leiðsögn um virkjunina. Þessi ferð er farin vegna þess að nemendurnir eru að fjalla um virkjanir og rafmagnsnotkun heimilistækja. Heimsóknin tókst vel í alla staði og þökkum við öllum þeim aðilum sem tóku á móti okkur og gerðu okkur kleift að skoða og fræðast um stöðina og sýninguna. Það sem öllum fannst merkilegast var sýningin þar sem svo margt var að skoða og svo hversu langt var gengið niður í jörðina til að skoða virkjunina. Göngin voru líka spennandi því þau voru manngerð. Takk allir fyrir skemmtilega ferð og skemmtilegan dag.

Anna Dóra, Kolbrún og Hekla Þöll ásamt 8.bekk